Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:30:39 (2796)

2003-12-05 14:30:39# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:30]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég styð þessa tillögu. Viðbrögð stjórnarliða við tillögum þar sem gert er ráð fyrir að standa skuli við samninga eru afar sérkennileg. Í fyrsta lagi er látið í veðri vaka að hér sé um persónulegar árásir að ræða á hendur hæstv. heilbrrh. Það er fjarri lagi. Við vitum það öll hér inni og þjóðin öll að um er að ræða sameiginlegt skipbrot ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstfl. og Framsfl. Hæstv. heilbrrh. hefur verið barinn til hlýðni og verið barinn niður í þá veruna að geta ekki staðið við samkomulagið frá því í mars. Svo er lokapunkturinn í þessu leikriti öllu framlag hv. þm. Pétur Blöndals. Þetta er of mikið. Þetta er ömurlegt, herra forseti.