Eldi nytjastofna sjávar

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 15:22:37 (2819)

2003-12-05 15:22:37# 130. lþ. 43.11 fundur 344. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# (erfðablöndun) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[15:22]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það vekur athygli að í 1. gr. þessa frv. er verið að veita hæstv. ráðherra möguleika á því að banna eldi á lifandi sjávardýrum. Annað frv. og lagasetning sem fór hér fram fyrir ekki löngu síðan og var á forræði landbúnaðarráðherra var með öðrum hætti og ýmsir vildu sjá sambærilegt ákvæði til handa hæstv. landbrh. til að verjast erfðamengun. (Gripið fram í: Hann vildi það ekki.) Er það þannig að hæstv. landbrh. hafi ekki viljað slíkt ákvæði, eða er það þannig að þetta mál hafi einhverja aðra möguleika en mál hæstv. landbrh.? Mig langar til þess að heyra hæstv. sjútvrh. útskýra muninn á þessu tvennu, því að það er nú stutt á milli hæstv. ráðherra við ríkisstjórnarborðið og ætti að vera nokkuð ljóst í hans huga hver munurinn er á þessum tveimur málum, því um þau bæði hefur verið fjallað í ríkisstjórn.