Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 13:52:51 (3025)

2003-12-10 13:52:51# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, GMJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[13:52]

Grétar Mar Jónsson (andsvar):

Þingforseti. Ég hefði viljað sjá þig koma með dæmi um breytingu á t.d. 100 tonnum þannig að menn áttuðu sig á því út á hvað þetta hefur gengið og hvaða breytingar þú ert að leggja til.

Ég mun svo halda ræðu á eftir og ræða um efni þessa frv. betur. En mér finnst að þetta þurfi að koma fram með einhverju konkret dæmi um hvernig þessi tegundatilfærsla á sér stað.

(Forseti (HBl): Ég vil minna hv. þm. á að honum ber ævinlega að víkja máli sínu til forseta eða fundarins en ekki einstakra þingmanna.)