Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 21:52:36 (3108)

2003-12-10 21:52:36# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[21:52]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Línuívilnunaraflaheimildunum verður dreift hlutfallslega miðað við það hvernig dagróðrabátaaflinn dreifðist á árið 2002. Þannig ættu að vera sömu möguleikar til að ná í þessa viðbót eins og menn höfðu til þess að veiða undir þeim kringumstæðum sem voru árið 2002. Þannig þarf ekki að auka sóknina ef sóknin er hlutfallslega sú sama og hún var árið 2002. Þá ætti viðbótin að dreifast hlutfallslega eins á þann afla sem tekst að veiða.