Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 21:59:24 (3113)

2003-12-10 21:59:24# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[21:59]

Kristján L. Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er skrýtið þegar framsóknarmenn vilja ekki ræða um þau byggðarlög sem hér hefur verið talað um og þingmenn Norðaust. hafa töluvert þurft að funda út af og ræða við áhyggjufulla sveitarstjórnarmenn á þessum stöðum. Það er eðlilegt að framsóknarmenn vilji ekki ræða þessi mál.

Framsóknarmenn hafa oft á tíðum nuddað sér upp við það að vera landsbyggðarflokkur. Framsfl. hefur ekki sýnt það í verki, hæstv. forseti, með því að láta hlutina dankast eins og gert hefur verið og skapað þá stöðu sem ég sagði fyrr að er eitt það allra versta við núverandi kvótakerfi, þ.e. að menn geta með einni undirskrift selt í burtu veiðiheimildir og eftir standa íbúar jafnvel eignalausir. Eignaupptaka.