Almannatryggingar

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 10:24:03 (3145)

2003-12-11 10:24:03# 130. lþ. 48.2 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[10:24]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Við fengum bréf sent frá Öryrkjabandalaginu. Það stefnir í enn ein málaferlin ef að líkum lætur.

Í þessu bréfi segir, með leyfi forseta:

,,Aðalstjórn Öryrkjabandalagsins felur framkvæmdastjórn bandalagsins að fara þess á leit við Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann að hann vinni greinargerð um lagalega stöðu þess samkomulags sem ríkisstjórn Íslands gerði við Öryrkjabandalagið þann 25. mars.``

Ég get ekki séð annað en að það stefni í annað öryrkjamál. Þess vegna vil ég spyrja hv. þm.: Ef ríkisstjórnin tapar nú þessu máli líka, mun ríkisstjórnin taka ábyrgð á málinu, pólitíska ábyrgð? Er þá ekki rétt að hæstv. heilbrrh. taki pólitíska ábyrgð á málinu og segi af sér í kjölfarið ef hann tapar nú þessu máli?