Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 12:25:22 (3379)

2003-12-13 12:25:22# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[12:25]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Vegna fyrirspurnar hv. þingmanns hef ég ekki lýst því að ég hafi neitt við það að athuga. Það er engin aðfinnsla af minni hálfu hvernig samskipti þingflokkur Samf. hefur við forustu verkalýðshreyfingarinnar, það er algjörlega mál hans sjálfs. Ég var einungis að lýsa hvernig ég upplifði hér atburðarásina eins og hún var síðustu daga en ég ætla ekki að skipta mér af því hvernig samskipti eru á milli þessara aðila. Þeir hafa þau bara eins og þeim sýnist hverju sinni og ég ætla ekki að blanda mér í það.