Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 12:26:54 (3381)

2003-12-13 12:26:54# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[12:26]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi öryrkjamálið sem við köllum svo er eins og ég sagði í ræðu minni athyglisvert að stjórnarandstaðan skuli ekki hafa treyst sér til þess að standa að því með stjórnarliðum á Alþingi að bæta kjör öryrkja sem nemur einum milljarði króna. Það er mjög sérkennilegt og ég veit ekki hvernig maður á að orða það frekar en stjórnarandstaðan verður auðvitað að eiga það við sig. Ég vil hins vegar halda því til haga að stjórnarandstaðan treystir sér ekki til að ganga þennan veg þannig að stjórnarliðar hér eiga heiðurinn af því að hafa bætt kjör öryrkja í landinu um einn milljarð króna. Við erum að sjálfsögðu stolt af því.