Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 12:30:41 (3384)

2003-12-13 12:30:41# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, ÁÓÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[12:30]

Ágúst Ólafur Ágústsson (andsvar):

Frú forseti. Við erum fyrst og fremst að tala um tvenns konar hluti, þ.e. vinnubrögð og síðan efnisatriði málsins. Það er alveg ljóst að málið kallar á ítarlegri umræðu og við í Samf. höfum bent á það. Nú hefur málsmetandi aðili sem tekið er mark á í kjarasamningum bent á allt aðrar tölur en t.d. hæstv. forsrh. hefur gert. Við teljum það einfaldlega vera góð vinnubrögð. Ég trúi því ekki að hv. þm. Magnús Stefánsson sem er formaður fjárln. styðji svona vinnubrögð, svona hraða í jafnstóru og mikilvægu máli og þetta er.

En það er alveg merkilegt í umræðunni að flestir stjórnarliðar sem hafa tekið þátt í henni tala eins og þeir hafi allir setið í allshn. og eru að fullyrða um eitt og annað sem þar fór fram. Ýmsar getgátur eru út í hött, t.d. hverjir hafi komið að ákvarðanatöku hjá einstökum flokkum. Ég ráðlegg fólki að kynna sér málið aðeins betur án þess að vera með hálfkveðnar vísur í jafnmikilvægu máli og þetta er. (Gripið fram í: Samfylking á flótta.)