Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 12:39:20 (3390)

2003-12-13 12:39:20# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[12:39]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er í sjálfu sér ágætt að hv. þm. hafi skýra afstöðu til frv. Nú situr hv. þm. á Alþingi í forföllum formanns síns, hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar, sem er í felum norður í Þistilfirði. Í frv. þessu er lagt til, eins og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hefur lengi barist fyrir, að formenn stjórnmálaflokkanna á þingi fái sérstakt launaálag ef þeir eru ekki jafnframt ráðherrar. Nú spyr ég hv. þm.: Er hann á móti þessari kauphækkun til formanns síns?