Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 69. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 69  —  69. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um úrbætur í fjarskiptamálum í Norður-Þingeyjarsýslu.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hverju sætir að enn hefur ekki verið ráðist í úrbætur í fjarskiptamálum í Norður-Þingeyjarsýslu, einkum hvað varðar tengingar Raufarhafnar og Kópaskers við ljósleiðarann?
     2.      Hvað kosta nauðsynlegar úrbætur til þess að fjarskipta- og gagnaflutningsmöguleikar komist í forsvaranlegt horf, viðunandi öryggi verði tryggt og unnt verði að anna eftirspurn á viðkomandi svæði?
     3.      Hefur ráðherra beitt sér í málinu gagnvart Landssímanum?
     4.      Hvenær er þess að vænta að úrlausn fáist?
     5.      Er ráðherra tilbúinn til að beita sér fyrir fjárveitingum á fjárlögum til að styrkja grunnfjarskiptanetið á strjálbýlum svæðum ef sýnt þykir að fjarskiptafyrirtæki láti úrbætur þar sitja á hakanum?