Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 75. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 75  —  75. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um búsetumál fatlaðra.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve margir fatlaðir eru nú á biðlistum eftir sambýlum, skipt eftir svæðisskrifstofum?
     2.      Hve margir hafa bæst í hóp þeirra sem bíða eftir sambýlum (nýliðun), skipt eftir svæðisskrifstofum, frá því að starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins skilaði niðurstöðu um biðlista eftir þjónustu í nóvember árið 2000?
     3.      Hvað er áætlað að opna þurfi mörg ný heimili á árunum 2004 og 2005, skipt eftir svæðisskrifstofum, til að tillögur biðlistanefndar frá nóvember 2000 komist til framkvæmda og hver er áætluð staða biðlista í árslok 2005 að viðbættri nýliðun frá árinu 2000 og áætlaðri nýliðun fram til ársloka 2005?
     4.      Hve mikið fé þarf til að koma á fót nýjum sambýlum á árunum 2004 og 2005 í samræmi við niðurstöðu biðlistanefndar frá árinu 2000 annars vegar og hins vegar að viðbættri nýliðun fram til ársloka 2005?
     5.      Hve mikið af þeirri fjölgun sem orðið hefur á nýjum rýmum á sambýlum á árunum 2001–2003 að viðbættum áformum fyrir árið 2004 stafar af rýmum sem nýtt eru til að skapa betri aðstæður fyrir þá sem fyrir eru og hve mörg eru vegna einstaklinga sem ekki hafa verið áður á sambýlum?
     6.      Hversu mikið hefur rýmum fyrir skammtímavistun fjölgað árlega frá árinu 2000 og hver er þörfin, skipt eftir svæðisskrifstofum?
     7.      Hve margir þeirra sem búa sjálfstætt eru með frekari liðveislu, hver hefur aukningin orðið frá árinu 2000 og hve margir bíða nú eftir frekari liðveislu?


Skriflegt svar óskast.