Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 122. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 122  —  122. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um reynslu af einkavæðingu orkuveitna og orsakir rafmagnsleysis.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hefur ráðherra kynnt sér sérstaklega reynsluna af markaðs- og einkavæðingu orkuveitna erlendis, svo sem í Kaliforníu, á austurströnd Bandaríkjanna, í Bretlandi, á Nýja-Sjálandi og á hinum Norðurlöndunum, með tilliti til verðþróunar, afhendingaröryggis og annarra helstu þátta?
     2.      Hyggst ráðherra láta afla upplýsinga um orsakir rafmagnsleysis og tíðra og alvarlegra bilana sem orðið hafa að undanförnu á einkavæddum orkumörkuðum, bæði austan hafs og vestan, og síðan meta hvaða lærdóm megi draga af því sem þar hefur gerst?