Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 171. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 173  —  171. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um myndasafn lögreglu.

Frá Guðjóni Ólafi Jónssyni.



     1.      Hvaða vinnureglur gilda um myndasafn lögreglu varðandi:
                  a.      myndir af einstaklingum, þ.m.t. handteknum og/eða grunuðum mönnum,
                  b.      myndir frá opinberum fundum og öðrum samkomum?
     2.      Hjá hvaða lögregluembættum eru slík myndasöfn varðveitt og í hvaða tilgangi?
     3.      Hvað veldur því að mynd af mönnum er varðveitt í myndasafni og af hvaða tilefni er hún fjarlægð þaðan?
     4.      Hvaðan sækir lögregla heimild til varðveislu slíkra myndasafna?
     5.      Hvenær og með hvaða hætti er viðkomandi tilkynnt að mynd af honum sé varðveitt í myndasafni lögreglu eða hafi verið fjarlægð þaðan?
     6.      Telur ráðherra ástæðu til að setja sérstök ákvæði í lög eða reglugerð um þessi efni?


Skriflegt svar óskast.