Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 183. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 185  —  183. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um meðafla í flotvörpu.

Frá Magnús Þór Hafsteinssyni.



     1.      Hver er meðafli sem mælst hefur í afla kolmunna-, síldveiði- og loðnuskipa, greint eftir veiðitegundum uppsjávarafla og tegundum meðafla?
     2.      Hvernig skiptist þessi meðafli á milli veiðisvæða og tímabila?
     3.      Hversu mikið af meðaflanum hefur verið reiknað til aflamarks hjá viðkomandi skipum?
     4.      Hversu oft hefur komið til svæðalokana vegna meðafla uppsjávarveiðiskipa og þá hvar og hvenær?
     5.      Hve oft hefur Fiskistofa gert sérstaka athugun á þessum meðafla?


Skriflegt svar óskast.