Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 184. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 242  —  184. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um leyfilegan meðafla botnfisks.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve mikið af leyfilegum meðafla botnfisks, sem ekki reiknast til aflamarks skipa samkvæmt svokallaðri 5%-reglu, hefur borist á land frá því að núgildandi reglur tóku gildi 1. febrúar 2002?
     2.      Hvernig skiptist þessi afli á milli fisktegunda?
     3.      Hvernig hefur aflinn flokkast eftir fiskstærðum hverrar tegundar?
     4.      Úr hvaða veiðarfærum hefur aflinn komið og hvernig skiptist hann á milli veiðarfæra?
     5.      Hve mikil söluverðmæti hafa borist á land af hverri fisktegund frá 1. febrúar 2002?
     6.      Hve mikil heildarverðmæti hafa borist á land og hverjar eru tekjur Hafrannsóknastofnunarinnar frá sama tíma?


    Svar við 1. lið kemur fram í töflu 1. Alls hefur verið landað 3.071.896 kg botnfisks sem leyfilegum meðafla síðan 1. febrúar 2002, þegar reglur tóku gildi um leyfilegan meðafla botnfisks, sbr. bráðabirgðaákvæði XXIX í lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða (hér eftir kallaður „Hafróafli“). Við þetta magn verður að hafa þann fyrirvara að eftir er að leiðrétta afla fiskveiðiársins 2002/2003 sem skráður hefur verið sem „Hafróafli“ umfram það sem heimilt er. Samkvæmt bráðabirgðatölum í dag var þessi umframafli nýliðins fiskveiðiárs 41.668 kg.
    Tafla 1 sýnir tegundaskiptingu „Hafróaflans“ sem óskað er eftir upplýsingum um í 2. lið.
    Í 3. lið er spurt um stærðarflokkun „Hafróaflans“. Ekki er lengur í opinberri söfnun upplýsinga um afla gert ráð fyrir söfnun og skráningu upplýsinga um stærðarflokkun afla. Hins vegar er það skilyrði til að skrá landaðan afla sem „Hafróafla“ að aflinn sé seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði. Íslenskir fiskmarkaðir stærðarflokka afla að einhverju marki.
    Tafla 1 sýnir skiptingu „Hafróaflans“ eftir veiðarfærum sem óskað er eftir upplýsingum um í 4. lið.
    Varðandi svar við 5. lið þá eru í gagnagrunni Fiskistofu tiltækar upplýsingar úr vigtar- og ráðstöfunarskýrslum til loka fiskveiðiársins 2002/2003, sbr. töflu 2. Þessar skýrslur, sem koma frá kaupendum aflans, veita upplýsingar um magn og verðmæti afla. Samanburði og samræmingu þessara upplýsinga við upplýsingar frá löndunarhöfnum um afla fiskveiðiársins 2002/2003 er ekki endanlega lokið. Þess vegna er ekki fullt samræmi milli magns „Hafróafla“ samkvæmt þessum skýrslum og magns aflans samkvæmt upplýsingum frá löndunarhöfnum sem vísað er til að framan. Litlu skeikar þó eða 1.502 kg. Samkvæmt vigtar- og ráðstöfunarskýrslum var verðmæti „Hafróaflans“ á tímabilinu 1. febrúar 2002–31. ágúst 2003 (aflamarkstegunda) 298 millj. kr.
    Í 6. lið er spurt um heildarverðmæti sem hafa borist á land og tekjur Hafrannsóknastofnunarinnar. Heildaraflaverðmæti íslenskra skipa á tímabilinu 1. febrúar 2002–31. ágúst 2003 er 120.756 millj. kr. samkvæmt bráðabirgðatölum unnum úr vigtar- og ráðstöfunarskýrslum, sbr. 5. lið. Fiskistofu er ekki kunnugt um tekjur Hafrannsóknastofnunarinnar en í bráðabirgðaákvæði XXIX í lögum nr. 38/1990 segir um meðferð andvirðis „Hafróaflans“ eftir uppboð: „Sé framangreind heimild nýtt skulu forráðamenn uppboðsmarkaðarins þar sem aflinn er seldur standa skil á andvirði hins selda afla til Hafrannsóknastofnunarinnar að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Þá skal útgerð skipsins fá 20% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um.“


Tafla 1. „Hafróafli“ eftir fisktegundum per veiðarfæri
1. febrúar 2002–u.þ.b. 15. október 2003.

Magn í kg óslægt, samkvæmt upplýsingum frá löndunarhöfnum. – Bráðabirgðatölur. (Fiskistofa 22. október 2003.)

1 2 3 5 6 8 9 14 22
Nr. Veiðarfæri Þorskur Ýsa Ufsi Karfi/
Gullkarfi
Langa Keila Stein-
bítur
Skötu-
selur
Grálúða/
Svarta spraka
1 Lína 184.701 92.875 2.813 15.891 5.136 21.616 1.129 41 136
2 Net 1.162.199 38.325 52.725 5.518 8.972 1.345 1.757 3.983 4
3 Handfæri 4.950 770 351 2.457 422 38 13
5 Dragnót 135 mm 614.444 192.060 25.647 3.748 133 115 3.794 2.753 25
6 Botnvarpa 37.646 251.311 17.124 68.163 43 31 1.256 12
9 Humarvarpa 9.761 15.398 583 479 1.519 15 22 77
14 Rækjuvarpa 1.348 125 183
21 Síldar-/kolmunna-
flotvarpa
696
25 Grásleppunet 7.039 86 21 64 3
29 Rauðmaganet 1.142
Samtals 2.023.926 590.950 99.264 96.439 16.225 23.160 8.035 6.869 165

23 24 25 27 28 40 61
Nr. Veiðarfæri Skarkoli Þykkvalúra/
Sólkoli
Lang-
lúra
Sand-
koli
Skráp-
flúra
Humar/
Letur-
humar
Djúp-
karfi
Samtals
1 Lína 1.852 2 26 5 326.223
2 Net 17.750 119 1 116 1.292.814
3 Handfæri 9.001
5 Dragnót 135 mm 67.655 16 5.846 211 3.272 919.719
6 Botnvarpa 23.063 494 113 1.223 791 72.457 473.727
9 Humarvarpa 74 9 2.621 73 1.075 504 32.210
14 Rækjuvarpa 1.656
21 Síldar-/kolmunna-
flotvarpa
696
25 Grásleppunet 7.489 6 14.708
29 Rauðmaganet 1.142
Samtals 117.883 646 8.607 1.628 5.138 504 72.457 3.071.896

Tafla 2. Verðmæti „Hafróafla“, 1.2.2002–31.8.2003.

Tölurnar miðast við kg afla upp úr sjó og þús. kr. – Vigtar- og ráðstöfunarskýrslur. (Fiskistofa 23. október 2003.)


Teg. nr. Fisktegund Afli úr sjó (kg) Verðmæti (þús. kr.)
1 Þorskur 1.934.676 228.544
2 Ýsa 576.911 38.384
3 Ufsi 98.371 3.678
4 Lýsa 885 10
5 Gullkarfi 120.883 6.243
6 Langa 14.716 983
7 Blálanga 118 5
8 Keila 21.563 1.238
9 Steinbítur 7.508 687
12 Tindaskata 1.267 12
13 Hlýri 56 6
14 Skötuselur 5.730 904
15 Skata 99 10
20 Ósundurliðað 642 77
21 Lúða 334 73
22 Grálúða 29 4
23 Skarkoli 107.942 14.806
24 Sólkoli 624 111
25 Langlúra 8.568 464
26 Öfugkjafta 278 11
27 Sandkoli 1.664 40
28 Skrápflúra 5.638 103
30 Síld 239 5
40 Humar 418 30
48 Hrognkelsi 1.800 91
60 Litli karfi 1.307 13
61 Djúpkarfi 37.289 1.748
Samtals 2.949.555 298.281
Aflamarkstegundir: 2.942.530 297.969
Aflamarkstegundir skv. Lóðs: 2.944.032
Mism. 1.502