Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 350. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 463  —  350. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um nettengingu lítilla byggðarlaga.

Frá Kristjáni L. Möller.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja íbúum sveitarfélaga með færri íbúa en 500 ADSL-tengingu við internetið nú þegar fyrir liggur að Landssíminn hyggst ekki ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar til að svo verði?
     2.      Hefur ráðherra látið kanna hvort netsamband um gervihnött sé hagkvæm lausn fyrir fámenn byggðarlög og ef svo er, er hann þá tilbúinn til að beita sér fyrir því að Landssíminn bjóði slíka þjónustu?