Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 429. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 595  —  429. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um niðurgreiðslur á rafhitun.

Frá Kristjáni L. Möller.



     1.      Hversu miklar hafa niðurgreiðslur á rafhitun verið frá árinu 1990, annars vegar á verðlagi hvers árs og hins vegar á núvirði?
     2.      Hvað hafa margir notendur fengið niðurgreiðslur og hver er meðalupphæð þeirra á sama tíma, skipt eftir sveitarfélögum og hinum nýju kjördæmum?
     3.      Ef notendur sem búa við dýrar hitaveitur nytu niðurgreiðslna sambærilegra við niðurgreiðslur á rafhitun hvert yrði þá orkuverð til þeirra og hvaða hitaveitur og sveitarfélög kæmu til greina í því sambandi?
     4.      Hvað fækkaði þeim mikið sem nutu niðurgreiðslna eftir að lögin um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar voru sett og Orkustofnun hóf umsýslu þeirra? Hversu há upphæð sparaðist við þessa fækkun?
     5.      Hver hefur umsýslukostnaður verið við þennan málaflokk og í hlut hverra kom kostnaðurinn, sundurliðað eftir árum frá 1990?
     6.      Hverjar voru tillögur byggðanefndar forsætisráðherra 1998 um aukið fé til niðurgreiðslna á rafhitun og hvernig var þeim fylgt eftir?



Skriflegt svar óskast.