Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 533. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 808  —  533. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um veiðar á lúðu, skötu og hákarli.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hver hefur verið árlegur skötu-, hákarls- og lúðuafli? Óskað er upplýsinga eins langt aftur og skráningar ná.
     2.      Hafa verið gerðar sérstakar rannsóknir á ástandi þessara tegunda? Sé svo er óskað eftir upplýsingum um stærð og þróun stofnanna ef upplýsingar liggja fyrir.
     3.      Hvert er mat sérfræðinga á því hvort tegundirnar séu undir of miklu veiðiálagi eða hvort staða þeirra sé viðunandi?


Skriflegt svar óskast.