Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 557. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 836  —  557. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um veiðar á kolmunna.

Frá Össuri Skarphéðinssyni, Einari Má Sigurðarsyni og Kristjáni L. Möller.



     1.      Hvernig hafa kolmunnaveiðar Íslendinga þróast sl. 10 ár?
     2.      Hversu miklu af kolmunna hefur verið landað hér á landi sl. 10 ár og hversu mikið af því veiddu erlend skip? Svar óskast sundurliðað eftir löndunarhöfnum og skipum.
     3.      Hvernig hefur veiðin skipst milli þjóða sl. 10 ár?
     4.      Hvar eru helstu veiðisvæðin? Óskað er eftir að helstu veiðisvæðin og afstaða þeirra til efnahagslögsagna komi fram á korti.
     5.      Hvert er mat sérfræðinga á stöðu kolmunnastofnsins nú og hvernig hafa spár um veiðiþol gengið eftir sl. 10 ár?
     6.      Hvaða kröfur um aflahlutdeild gera þær þjóðir og ríkjasambönd sem koma að samningum um veiðar á kolmunna og með hvaða rökum?
     7.      Hver er staða samninga núna?


Skriflegt svar óskast.