Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 620. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 928  —  620. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um kostnað við atvinnuleysisbætur.

Frá Helga Hjörvar.



     1.      Hver hefði kostnaðurinn verið á liðnu ári ef atvinnuleysisbætur hefðu numið 75% af fyrri tekjum hins atvinnulausa en þó aldrei verið lægri en bæturnar voru á sl. ári og aldrei hærri en 375.000 kr.?
     2.      Hver hefði kostnaðurinn verið ef slíkar bætur hefðu verið greiddar
                  a.      fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis,
                  b.      fyrsta mánuðinn,
        en eftir það hefðu atvinnuleysisbæturnar verið óbreyttar frá því sem þær voru á árinu?
     3.      Hvaða áhrif hefðu mismunandi útfærslur, sbr. 2. tölul., haft á prósentuhlutfall tryggingagjalds?


Skriflegt svar óskast.