Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 673. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1002  —  673. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um meint brot á lagaákvæðum um áfengisauglýsingar.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hvað hafa lögreglu borist margar ábendingar eða kærur um meint brot á banni við auglýsingum á áfengi skv. 20. gr. áfengislaga, nr. 75/1998, árin 2000–2003?
     2.      Hve mörg þessara mála hafa verið felld niður, hve mörg endað með sátt og hve mörg farið í ákæru?
     3.      Hefur lögreglan á þessum tíma rannsakað að eigin frumkvæði mál sem varða áðurnefnda lagagrein? Hve mörg þeirra mála hafa verið felld niður, hve mörg endað með sátt og hve mörg farið í ákæru?
     4.      Hafa áfengisauglýsingar verið kannaðar með almennum hætti í dómsmálaráðuneytinu frá og með árinu 1988, hjá ríkislögreglustjóra eða annars staðar hjá lögreglunni, svo sem með skipan nefndar, starfshóps eða vinnuteymis einhvers konar, eða með gerð skýrslu, minnispunkta eða álits af einhverju tagi? Hverjar eru niðurstöður þess starfs?
     5.      Hver er afstaða ráðherra til banns við áfengisauglýsingum?