Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 566. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1100  —  566. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar um skýrslubeiðnir á Alþingi.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve oft hefur verið óskað eftir skýrslum frá ráðherra á Alþingi frá setningu 120. löggjafarþings 1995 fram til ársloka 2003?
     2.      Hver hefur heildarkostnaður ríkissjóðs verið við framkomnar skýrslubeiðnir á fyrrgreindu tímabili samkvæmt verðlagi í árslok 2003?
     3.      Hver hefur kostnaður verið við hverja skýrslu um sig á sama verðlagi?

    Frá setningu 120. löggjafarþings 1995 fram til ársloka 2003 hafa forsætisráðherra borist alls tíu beiðnir um skýrslur frá Alþingi og skiptast þær með eftirfarandi hætti niður á löggjafarþingin: Á 120. löggjafarþingi tvær beiðnir, á 121. löggjafarþingi fjórar, tvær beiðnir á 122. þingi, ein á 123. þingi og ein það sem af er 130. þingi. Sjá nánar um skýrslubeiðnir og skýrslur í eftirfarandi lista.
    Ekki er unnt að svara til um heildarkostnað vegna skýrslubeiðna né kostnað við hverja skýrslu fyrir sig, þar sem ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um einstaka kostnaðarþætti er varða skýrslugerð. Til að mynda hefur ekki verið haldið sérstaklega til haga hversu mörg ársverk eða mannmánuðir hafa farið í skýrslugerð. Kostnaði við prentun þessara skýrslna hefur ekki verið haldið sérstaklega til haga í bókhaldi.

Yfirlit um skýrslubeiðir og skýrslur frá 120. löggjafarþingi 1995–96 til ársloka 2003.
Skjalalisti 130. löggjafarþingi
115. störf einkavæðingarnefndar til forsrh.
Útbýtingard. Þingskjal Tegund skjals Flutningsmaður
09.10.2003 115 beiðni um skýrslu Guðjón A. Kristjánsson
05.11.2003 288 skýrsla (skv. beiðni) forsætisráðherra
Skjalalisti 123. löggjafarþingi
198. aðbúnaður og kjör öryrkja til forsrh.
Útbýtingard. Þingskjal Tegund skjals Flutningsmaður
03.11.1998 216 beiðni um skýrslu Jóhanna Sigurðardóttir
10.03.1999 1136 skýrsla (skv. beiðni) forsætisráðherra
Skjalalisti 122. löggjafarþingi
24. aðstöðumunur kynslóða til forsrh.
Útbýtingard. Þingskjal Tegund skjals Flutningsmaður
02.10.1997 24 beiðni um skýrslu Svanfríður Jónasdóttir
12.05.1998 1397 skýrsla (skv. beiðni) forsætisráðherra
255. staða eldri borgara hérlendis og erlendis til forsrh.
Útbýtingard. Þingskjal Tegund skjals Flutningsmaður
12.11.1997 312 beiðni um skýrslu Ágúst Einarsson
22.04.1998 1224 skýrsla (skv. beiðni) forsætisráðherra
Skjalalisti 121. löggjafarþingi
20. þróun launa og lífskjara á Íslandi til forsrh.
Útbýtingard. Þingskjal Tegund skjals Flutningsmaður
02.10.1996 20 beiðni um skýrslu Ragnar Arnalds
12.03.1997 742 skýrsla (skv. beiðni) forsætisráðherra
18.03.1997 780 skýrsla (skv. beiðni, framh.) forsætisráðherra
22. samanburður á lífskjörum hérlendis og í Danmörku til forsrh.
Útbýtingard. Þingskjal Tegund skjals Flutningsmaður
02.10.1996 22 beiðni um skýrslu Rannveig Guðmundsdóttir
12.03.1997 743 skýrsla (skv. beiðni) forsætisráðherra
264. þróun og umfang fátæktar á Íslandi til forsrh.
Útbýtingard. Þingskjal Tegund skjals Flutningsmaður
29.01.1997 516 beiðni um skýrslu Jóhanna Sigurðardóttir
16.05.1997 1337 skýrsla (skv. beiðni) forsætisráðherra
548. björgunar- og hreinsunarstörf vegna strands Víkartinds til forsrh.
Útbýtingard. Þingskjal Tegund skjals Flutningsmaður
04.04.1997 902 beiðni um skýrslu Margrét Frímannsdóttir
Skjalalisti 120. löggjafarþingi
65. útbreiðsla fíkniefna og þróun ofbeldis til forsrh.
Útbýtingard. Þingskjal Tegund skjals Flutningsmaður
10.10.1995 65 beiðni um skýrslu Jóhanna Sigurðardóttir
29.04.1996 869 skýrsla (skv. beiðni) forsætisráðherra
369. munur á launum og lífskjörum á Íslandi og í Danmörku til forsrh.
Útbýtingard. Þingskjal Tegund skjals Flutningsmaður
05.03.1996 646 beiðni um skýrslu Margrét Frímannsdóttir
04.06.1996 1156 skýrsla (skv. beiðni) forsætisráðherra
Upplýsingar af vef Alþingis.