Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 522. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1101  —  522. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Ásgeirs Friðgeirssonar um fjárveitingar til rannsóknastofnana.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mikið fé var veitt úr opinberum sjóðum á vegum umhverfisráðuneytis til vísinda, rannsókna og þróunarstarfs eftirtalinna stofnana árin 2001, 2002 og 2003 og úr hvaða sjóðum rann féð, hver ákvað fjárveitingarnar og á hvaða forsendum:
    Landmælinga Íslands,
    Náttúrufræðistofnunar Íslands,
    Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn,
    Umhverfisstofnunar,
    Veðurstofu Íslands,
    Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar?

    Fjárveitingar til rannsókna- og þróunarstarfs á fjárlögum til stofnana og sjóða á vegum umhverfisráðuneytis árin 2001–2003 voru eftirfarandi, í millj. kr.:

2001 2002 2003
Landmælingar Íslands 5,8 9,4 15,0
Náttúrufræðistofnun Íslands 144,7 159,3 170,0
Náttúrurannsóknast. við Mývatn 7,8 8,2 6,8
Umhverfisstofnun 1,9 1,5 2,5
Veðurstofa Íslands 16,5 16,2 15,2
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 2,7 2,4 3,2

    Auk þess var veitt fé úr tveimur sjóðum, Ofanflóðasjóði og Veiðikortasjóði, sem eru í vörslu ráðuneytisins til rannsókna sem hér segir, í millj. kr.:

2001 2002 2003
Ofanflóðasjóður 12,6 15,6 40
Veiðikortasjóður 12,3 11,8 13,8