Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 342. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1181  —  342. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Meiri hlutinn hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elmar H. Hallgrímsson og Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneyti.
    Í frumvarpinu er lagt til að einkaréttur ríkisins til innflutnings og framleiðslu tóbaks verði afnuminn. Þrátt fyrir þessar breytingar mun einkaréttur ríkisins til heildsölu tóbaks haldast óbreyttur og ÁTVR tryggja áfram merkingar á tóbaki og álagningu áfengisgjalds.
    Eftirlitsstofnun EFTA hefur dregið í efa að einkaleyfi ríkisins á innflutningi og framleiðslu tóbaks samrýmist ákvæðum EES-samningsins þar sem tóbak hefur verið fellt undir reglur samningsins um frjálst flæði vöru.
    Vegna óvissu um réttmæti einkaleyfis ríkisins á innflutningi og framleiðslu tóbaks og þar sem meiri hlutinn telur sýnt að breytingin sem lögð er til í frumvarpinu muni ekki hafa áhrif á tóbaksvarnir leggur hann til að frumvarpið verði samþykkt.
    Gunnar Örlygsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 16. mars 2004.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Birgir Ármannsson.Dagný Jónsdóttir.


Gunnar Birgisson.


Össur Skarphéðinsson.
Jóhanna Sigurðardóttir.


Lúðvík Bergvinsson.