Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 826. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1259  —  826. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um tannheilsu barna og lífeyrisþega.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Er ráðherra samþykkur því að lítil þátttaka ríkisins í tannlæknakostnaði sé farin að bitna alvarlega á tannheilsu barna efnalítilla foreldra?
     2.      Hvað hyggst ráðherra gera til úrbóta og er hann sammála tryggingayfirtannlækni um að tannlæknakostnaður barna verði endurgreiddur að fullu?
     3.      Er ráðherra reiðubúinn að rýmka þær reglur sem gilda um greiðsluþátttöku í tannlæknakostnaði lífeyrisþega?