Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 936. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1426  —  936. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um Menntagátt.

Frá Láru Stefánsdóttur.



     1.      Hversu mikið efni hefur verið skráð í Menntagátt menntamálaráðuneytisins?
     2.      Hvað hefur gerð gáttarinnar kostað nú þegar og hver er áætlaður rekstrarkostnaður á ári?
     3.      Hvað hefur kostað að láta skrá efni í gáttina?
     4.      Hversu mikið hafa höfundar fengið greitt fyrir efni sitt?