Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 946. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1616  —  946. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 41/1949, um gildistöku alþjóðasamnings um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur og Jóhann Guðmundsson frá samgönguráðuneyti og Ástríði S. Thorsteinsson frá Flugmálastjórn Íslands.
    Í frumvarpinu er lagt til að lögfestur verði samningur um reglur til viðbótar við Varsjársamninginn frá 1929, gerður í Gvadalajara 18. september 1961, og einnig viðbótarbókun við Varsjársamninginn frá 1929 og Haag-bókunina frá 1955, svonefnd Montreal-bókun nr. 4 frá 1975. Í frumvarpinu er lagt til að Montreal-bókunin og Gvadalajara-viðbótarsamningurinn verði birt í fylgiskjölum með lögunum.
    Frumvarp þetta er lagt fram samhliða þingmáli 945, sem er frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum, og finna má í þingskjali 1439. Í því frumvarpi er lagt til að lögfestur verði Montreal-samningurinn frá 1999 um samræmingu tiltekinna reglna varðandi loftflutninga milli landa. Jafnframt hefur utanríkisráðherra lagt fram á þessu þingi tillögu til þingsályktunar um aðild að Gvadalajara-samningi og Montreal- bókun nr. 4 og um fullgildingu Montreal-samnings, 883. mál, þskj. 1341. Vegna þess hvernig þessi mál tengjast telur samgöngunefnd rétt að málin fylgist sem mest að í meðförum þingsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Þuríður Backman sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti þessu.
    Kristinn H. Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. maí 2004.Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Birkir J. Jónsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.Guðjón Hjörleifsson.


Guðjón A. Kristjánsson.


Einar Már Sigurðarson.Jóhann Ársælsson.


Einar Karl Haraldsson.