Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 155. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 155  —  155. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um lífeyrissjóði.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve háar fjárhæðir voru greiddar annars vegar úr fimm stærstu almennu lífeyrissjóðunum og hins vegar opinberu lífeyrissjóðunum á árinu 2003 og við hvaða vísitölutengingu eru greiðslurnar miðaðar? Óskað er sundurliðunar á a) lífeyrisgreiðslum og b) örorkulífeyri.
     2.      Hverjar væru fjárhæðirnar skv. 1. lið ef greiðslurnar hefðu tekið mið af launavísitölu annars vegar og meðallaunabreytingum á árinu 2003 hins vegar?
     3.      Hve mikið af fjármagni lífeyrissjóðanna, annars vegar opinberu lífeyrissjóðanna og hins vegar fimm stærstu almennu lífeyrissjóðanna, er bundið í erlendum hlutabréfum eða skuldabréfum og hve mikið í innlendum?
     4.      Hvað má ætla að vöxtur lífeyrissjóðanna verði mikill á næstu tíu árum?


Skriflegt svar óskast.