Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 157. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 157  —  157. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um starfsemi Fjármálaeftirlitsins.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Mun ráðherra beita sér fyrir lagaheimild sem eykur gegnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins, t.a.m. með því að rýmka heimildir þess til að greina frá framkvæmd eftirlits og niðurstöðum í einstaka málum?
     2.      Telur ráðherra rétt að Fjármálaeftirlitið fái heimildir til að beita sektum, t.d. fyrir innherjasvik, og hvaða áhrif hefði það haft á mál sem komið hafa til kasta þess og tengjast innherjasvikum ef slíkar heimildir hefðu verið fyrir hendi sl. 3 ár?