Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 325. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 363  —  325. mál.
Fyrirspurntil menntamálaráðherra um greiðslur fyrir táknmálsnámskeið.

Frá Sigurlín Margréti Sigurðardóttur.    Er réttilega tiltekið í gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra frá 22. október 2004 að aðrir aðstandendur en forráðamenn heyrnarlauss eða heyrnarskerts barns, þ.m.t. systkini þess, þurfi að greiða fullt verð fyrir táknmálsnámskeið á vegum stöðvarinnar?


Skriflegt svar óskast.