Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 354. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 407  —  354. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um Gini-stuðul.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.



    Hver er Gini-stuðull fyrir ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks árin 1995–2003?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Gini-kvarðinn er einn algengasti mælikvarði tölfræðinnar á tekjudreifingu. Hann tekur gildi frá 0 og upp í 1, en því hærri sem hann er þeim mun ójafnari er dreifing teknanna. Ef tekjur allra væru jafnháar tæki Gini-kvarðinn gildið 0.
    Þjóðhagsstofnun birti upplýsingar um hann árlega en því var hætt eftir að stofnunin var lögð niður og því er óskað eftir því að fjármálaráðuneytið reikni hann út. Farið er fram á að
útreikningar byggist á öllum tekjum en ekki einungis launatekjum.