Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 284. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 542  —  284. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um afnám l. nr. 26/1976, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, um stofnun Norræna fjárfestingarbankans.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Í frumvarpinu er lagt til að felld verði brott lög nr. 26/1976 sem heimiluðu ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, um stofnun Norræna fjárfestingarbankans. Samningurinn sem hér um ræðir var undirritaður í Kaupmannahöfn 4. desember 1974 en hefur nú vikið fyrir nýjum samningi milli Norðurlandanna um starfsemi bankans, sem gerður var í Ósló 23. október 1998. Alþingi hefur heimilað fullgildingu núgildandi samnings með þingsályktun sem samþykkt var á 123. löggjafarþingi (297. mál). Að þessu virtu telur nefndin rétt að lög nr. 26/1976 verði felld brott.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Gunnar Örlygsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 4. des. 2004.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Birgir Ármannsson.Gunnar Birgisson.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Lúðvík Bergvinsson.Siv Friðleifsdóttir.


Álfheiður Ingadóttir.


Jón Gunnarsson.