Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 350. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 577  —  350. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Háskólann á Akureyri, nr. 40/1999, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta menntamálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Val Árnason frá menntamálaráðuneyti, Pál Skúlason og Tryggva Þórhallsson frá Háskóla Íslands, Ólaf Proppé og Guðmund Ragnarsson frá Kennaraháskóla Íslands, Þorstein Gunnarsson og Úlfar Hauksson frá Háskólanum á Akureyri, Erlu Ósk Ásgeirsdóttur og Jarþrúði Ásmundsdóttur frá stúdentaráði Háskóla Íslands, Jónínu Brynjólfsdóttur frá Iðnnemasambandi Íslands og Eyrúnu Jónsdóttur frá Bandalagi íslenskra námsmanna.
    Umsagnir bárust nefndinni frá Samtökum atvinnulífsins, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Iðnnemasambandi Íslands, Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi íslenskra námsmanna, skólafélagi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Visku – félagi stúdenta við Háskólann í Reykjavík, stúdentaráði Kennaraháskóla Íslands, stúdentaráði Háskóla Íslands og Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja.
    Í frumvarpinu er lagt til að hámarksfjárhæð skrásetningargjalds verði hækkuð úr 32.500 kr. í 45.000 kr. á heilu skólaári.
    Meiri hlutinn bendir á að orðin „allt að“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna séu óþörf enda liggur nú fyrir að fjárhæð skrásetningargjaldsins er lægri en kostnaðurinn við skrásetningu samkvæmt nánar sundurliðuðu yfirliti sem birtist í fylgiskjali I með frumvarpinu. Meiri hlutinn leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    1. gr. orðist svo:
    Í stað orðanna „allt að 32.500 kr.“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: 45.000 kr. fyrir heilt skólaár.

Alþingi, 7. des. 2004.



Gunnar Birgisson,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir,


með fyrirvara.


Birkir J. Jónsson.



Kjartan Ólafsson.


Sigurður Kári Kristjánsson.