Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 293. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 681  —  293. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Hilmars Gunnlaugssonar um álag á staðgreiðsluskatta og virðisaukaskatt.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvað fékk ríkissjóður greitt á hverju ári á tímabilinu 1999–2003 vegna álags skv. 1. tölul. 2. mgr. 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987?
     2.      Hvað fékk ríkissjóður greitt á hverju ári á sama tímabili vegna álags skv. 2. mgr. 27. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988?
    Óskað er að svörin sýni greiðslur eftir umdæmum skattstjóra landsins.


    1. Leitað var upplýsinga hjá embætti ríkisskattstjóra og Fjársýslu ríkisins. Frá upptöku staðgreiðslukerfisins árið 1988 fram til ársloka 2002 voru öll greiðslukerfi og greiðsluflæði í staðgreiðslunni í umsjón embættis ríkisskattstjóra. Á árunum 1997–1998 var ákveðið að frá og með árinu 1999 skyldi færa eldri eftirstöðvar til Fjársýslu ríkisins. Um áramótin 2002– 2003 tók Fjársýslan að fullu við umsjón með álaginu. Því verður að skoða fyrirliggjandi upplýsingar í samræmi við þetta. Allar tölur eru í millj. kr.


Ár
Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar
Samtals
1999 116 56 7 12 3 15 9 12 5 235
2000 165 81 11 10 3 18 11 15 6 320
2001 223 100 12 13 5 19 11 24 6 413
2002 204 98 19 15 6 20 12 29 5 408
2003 * * * * * * * * * 397
2004 * * * * * * * * * 243
Samtals 708 335 49 50 17 72 43 80 22 2.016
* Tölur liggja ekki fyrir þar sem ekki var unnt að sundurgreina samtalsgreiðslur eftir umdæmum skattstjóra landsins.

    2. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra var álagt álag skv. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 50/2988, um virðisaukaskatt, miðað við stöðu í nóvember 2004 eins og kemur fram í eftirfarandi töflu:

Álagt álag vegna virðisaukaskatts.



Ár
    Utan umdæmis Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar
Samtals
1999 3 273 125 14 11 9 23 12 23 3 496
2000 6 351 165 19 16 12 28 15 33 5 650
2001 12 472 189 26 22 12 32 17 39 6 827
2002 12 539 188 32 24 11 28 16 44 5 899
2003 19 497 170 25 24 15 31 16 44 5 846
Samtals 52 2.132 837 116 97 59 142 76 183 24 3.718
    
    Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins var greitt álag skv. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, vegna virðisaukaskatts, miðað við stöðu 20. nóvember 2004, svo sem greinir hér á eftir. Ekki var mögulegt við vinnslu upplýsinga að flokka greiðslur eftir skattumdæmum landsins.

Greitt álag vegna virðisaukaskatts.

Ár Álag VSK Bændur Ársskil Skemmri skil Samtals
1999 273 8 3 0 284
2000 352 7 2 2 363
2001 411 7 2 3 423
2002 402 8 2 8 420
2003 339 6 1 3 349
2004 137 1 0 3 141
Samtals 1.914 37 10 19 1.980