Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 488. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 744  —  488. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra framfylgja tillögum nefndar um aðgerðir til að bæta stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði, sbr. skýrslu nefndarinnar til ráðherra frá nóvember sl.?
     2.      Verður framfylgt þeirri fimm ára áætlun um aðgerðir sem nefndin lagði til? Ef svo er, hvenær mun það átak hefjast?
     3.      Mun ráðherra leggja til að innleidd verði í íslensk lög tilskipun Evrópusambandsins 2000/78/EB og er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir rammalöggjöf gegn mismunun í starfi og á vinnumarkaði vegna aldurs eins og m.a. fulltrúar ASÍ og BSRB í nefndinni lögðu til?
     4.      Hversu miklu fé verður varið til þessa verkefnis, þar á meðal áðurnefndrar fimm ára áætlunar? Verður lagt sérstakt fjármagn til Starfsmenntasjóðs sem renni til átaks í starfs- og endurmenntunarmálum miðaldra og eldri starfsmanna á vinnumarkaði?