Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 502. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 764  —  502. mál.
Fyrirspurntil dómsmálaráðherra um vinnu útlendinga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.     1.      Er fyrirhugað aukið samstarf Schengen-ríkjanna til þess að hindra brot á vinnulöggjöf ríkjanna?
     2.      Er fyrirhugað aukið eftirlit við komu til landsins til að hindra brot á vinnulöggjöfinni? Ef svo er, í hverju felst það?
     3.      Hvernig er eftirliti lögreglu háttað varðandi útlendinga sem dveljast og vinna hér á landi og hver hefur árangurinn verið?
     4.      Hversu mörg dvalarleyfi hafa verið gefin út hér á landi síðustu tíu ár og hvernig skiptist fjöldinn milli þjóðerna?
     5.      Eru fyrirhugaðar aðgerðir hjá lögreglu til að fylgjast með hvort farið sé að lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga? Ef svo er, hverjar eru þær?


Skriflegt svar óskast.