Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 555. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 842  —  555. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um læknismeðferð barna erlendis.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hversu mörg börn hafa farið í læknismeðferð erlendis á ári síðustu fimm ár, á hvaða aldri voru þau og um hvers konar læknismeðferð var að ræða í hverju tilviki?
     2.      Í hve mörgum tilvikum á ári síðustu fimm ár hefur verið greitt fyrir fylgd beggja foreldra eða tveggja aðstandenda með barni sem þurft hefur að fara í læknismeðferð erlendis?
     3.      Í hve mörgum tilvikum á ári síðustu fimm ár hefur umsóknum um slíkar greiðslur verið hafnað, á hvaða aldri voru börnin og um hvers konar læknismeðferð var að ræða?


Skriflegt svar óskast.