Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 626. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 944  —  626. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um konur sem afplána dóma.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hversu margir sem hljóta dóm á ári hverju afplána nú með samfélagsþjónustu og hversu margar konur eru í þeim hópi?
     2.      Á hvern hátt hyggst ráðherra beita sér fyrir því að staða og möguleikar kvenna í fangelsi séu sambærileg stöðu og möguleikum karlfanga?