Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 753. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1118  —  753. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um merkingar á þorski, ufsa, skarkola og grálúðu.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.



     1.      Hvaða merkingar hafa verið stundaðar á þorski, ufsa, skarkola og grálúðu frá árinu 1995? Hve mikið hefur verið merkt í hverju merkingarverkefni, hverjar eru niðurstöður þeirra verkefna sem lokið er og hverjar eru endurheimtur til dagsins í dag í verkefnum sem enn standa yfir?
     2.      Hvaða skýrslur og ritgerðir hafa birst um merkingar frá árinu 1995 til þessa dags og hvar er hægt að nálgast þær?
     3.      Er þess að vænta að niðurstöður birtist á vef Hafrannsóknastofnunarinnar í aðgengilegum gagnagrunni?
     4.      Hvernig miðla útibú Hafrannsóknastofnunarinnar upplýsingum til sjávarútvegsins ef þau senda ekki frá sér skýrslur?