Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 787. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1165  —  787. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um eignatengsl og hagsmunaárekstra hjá viðskiptabönkum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Telur ráðherra rétt að takmarka þann tíma sem viðskiptabankar geta átt eignarhlut í óskyldum fyrirtækjarekstri og er ráðherra tilbúinn til að beita sér fyrir lögum þar að lútandi?
     2.      Er hægt að fá fram upplýsingar um hver eignarhlutur viðskiptabanka í óskyldum rekstri er mikill skipt eftir atvinnugreinum eða vísbendingu um hversu stór þáttur óskyldur fyrirtækjarekstur er í umsvifum bankanna innlendum og erlendum?
     3.      Hefur Fjármálaeftirlitið gert athugasemdir við viðskiptabankana um að starfsemi þeirra skv. 21.–23. gr. laga um fjármálafyrirtæki feli í sér hagsmunaárekstra eða gangi gegn ákvæðum laga og reglna sem um slíka starfsemi gilda?
     4.      Hvernig hafa viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki uppfyllt 22. gr. laga um fjármálafyrirtæki um tímabundna heimild til að stunda starfsemi í óskyldum fyrirtækjarekstri, hve oft hefur Fjármálaeftirlitið gert athugasemdir við slíka starfsemi og í hve mörgum tilvikum hefur hún staðið í meira en 18 mánuði og þá hve lengi?


Skriflegt svar óskast.