Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 676. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1206  —  676. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á áfengislögum, nr. 75 15. júní 1998, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Rögnu Árnadóttur og Ásgerði Ragnarsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Umsagnir bárust frá Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
    Í frumvarpinu er lagt til að handhöfum leyfa til innflutnings eða heildsölu áfengis í atvinnuskyni verði heimilt að selja eða afhenda fyrirtækjum áfengi til iðnaðarnota, en slík heimild er ekki til staðar í núgildandi áfengislögum. Það fyrirkomulag hefur sætt talsverðri gagnrýni. Auk þess er lagt til að settur verði skýrari grundvöllur að heimild dómsmálaráðherra til setningar reglugerðar um fyrirkomulag á veitingu leyfa til innflutnings, heildsölu eða framleiðslu áfengis í atvinnuskyni.
    Nefndin telur eðlilegt að þeim sem fengið hafa leyfi ríkislögreglustjóra til innflutnings eða heildsölu áfengis verði heimilt að selja eða afhenda það áfengi fyrirtækjum sem hyggjast nota það við iðnaðarframleiðslu og leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Kolbrún Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 26. apríl 2005.Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Kjartan Ólafsson.Guðrún Ögmundsdóttir.


Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Bryndís Hlöðversdóttir.Sigurjón Þórðarson.


Sigurður Kári Kristjánsson.


Einar Karl Haraldsson.Prentað upp.