Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 480. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1251  —  480. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 144/1994, um ársreikninga, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „reikningar“ í 8. tölul. komi: ársreikningar.
                  b.      Við bætist nýr töluliður er orðist svo: settar reikningsskilareglur: reglur sem reikningsskilaráð gefur út, sbr. 80. gr., og alþjóðlegir reikningsskilastaðlar, sbr. 12. tölul.
     2.      Við 7. gr.
                  a.      Orðin „sbr. þó 2. mgr.“ í efnismálsgrein a-liðar falli brott.
                  b.      B-liður orðist svo: 2. mgr. fellur brott.
     3.      Við 14. gr. Á eftir orðinu „skulu“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: að uppfylltum ákvæðum settra reikningsskilareglna er varðar framtíðarmöguleika til tekjuöflunar.
     4.      15. gr. orðist svo:
                  16. gr. laganna fellur brott.
     5.      Við 20. gr.
                  a.      1. mgr. e-liðar (21. gr. C) orðist svo:
                     Kostnaður sem eignfærður er, sbr. 15. gr., vegna óefnislegra réttinda eða þróunar skal afskrifaður með kerfisbundnum hætti á áætluðum nýtingartíma viðkomandi eigna, þó ekki á lengri tíma en 20 árum. Ef þessar eignir hafa ekki ákveðinn líftíma er þó heimilt að meta þær árlega í samræmi við settar reikningsskilareglur.
                  b.      1. málsl. 2. mgr. i-liðar (22. gr.) orðist svo: Yfirlitið skal greina frá sjóðstreymi á tilteknu tímabili og skal það flokkað í rekstrar-, fjárfestingar- og fjármögnunarhreyfingar.
     6.      Efnismálsgrein 23. gr. orðist svo:
                  Ef markaðsverð fastafjármuna, annarra en þeirra sem um ræðir í 29. gr. og 29. gr. C, er talið verulega hærra en bókfært verð þeirra af ástæðum sem taldar eru varanlegar er heimilt að hækka bókfært verð þeirra í ársreikningi til markaðsverðs.
     7.      31. gr. orðist svo:
                  30.–34. gr. laganna falla brott.
     8.      Við 33. gr.
                  a.      Orðin „endurmeta og“ í 2. málsl. 2. mgr. a-liðar (35. gr. A) falli brott.
                  b.      3. málsl. 2. mgr. a-liðar (35. gr. A) orðist svo: Ef mismunurinn telst viðskiptavild skal hún afskrifuð með kerfisbundum hætti á áætluðum nýtingartíma hennar, þó ekki lengri tíma en 20 árum, eða metin árlega í samræmi við settar reikningsskilareglur, hafi hún ekki ákveðinn líftíma, sbr. 21. gr. C.
     9.      Við bætist ný grein er verði 50. gr. og orðist svo:
                  3. málsl. 3. mgr. 55. gr. A laganna orðast svo: Viðskiptavild skal afskrifuð með kerfisbundnum hætti á áætluðum nýtingartíma hennar, þó að hámarki á 20 árum, eða metin árlega í samræmi við settar reikningsskilareglur, hafi hún ekki ákveðinn líftíma, sbr. 21. gr. C.
     10.      Við 51. gr.
                  a.      G-liður (56. gr. L) orðist svo:

            Eftirlit með beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla.

                     Ársreikningaskrá skal hafa eftirlit með öllum félögum sem skylt er að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum eða nýta sér heimild til beitingar þeirra, sbr. 56. gr. J. Eftirlitið nær jafnframt til árshlutareikninga sem félög semja og birta almenningi.
                     Ársreikningaskrá getur krafist allra þeirra upplýsinga og gagna sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftirlitið, þ.m.t. vinnuskjöl sem varða reikningsskil frá stjórn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda félagsins.
                     Ársreikningaskrá er heimilt að kalla aðila með sérfræðiþekkingu til aðstoðar við eftirlit. Jafnframt er ársreikningaskrá í einstökum tilvikum heimilt að fela sérfróðum aðilum það eftirlit sem ársreikningaskrá er falið samkvæmt lögum þessum.
                     Ársreikningaskrá skal birta með rafrænum og aðgengilegum hætti niðurstöður hvers eftirlits sem framkvæmt hefur verið samkvæmt þessari grein.
           b.      H-liður (56. gr. M) orðist svo:

Umsýslu- og eftirlitsgjald.

                     Gjaldskyldir aðilar samkvæmt lögum þessum skulu greiða árlegt umsýslu- og eftirlitsgjald. Skal gjaldið vera 100.000 kr. á hvert móðurfélag og 50.000 kr. á hvert dótturfélag innan samstæðu.
                     Ársreikningaskrá sér um innheimtu gjaldsins og renna tekjur af gjaldinu í ríkissjóð.
                     Gjalddagi umsýslu- og eftirlitsgjalds er 1. febrúar og eindagi 15. febrúar. Sé gjald greitt eftir eindaga hverrar greiðslu reiknast dráttarvextir á greiðsluna frá gjalddaga í samræmi við lög um vexti og verðtryggingu.
     11.      3. tölul. 1. efnismgr. 54. gr. orðist svo: fjöldi ársverka á reikningsári er 50.
     12.      Við 59. gr.
                  a.      Orðin „við endurskoðunina“ í 1. tölul. 1. efnismgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „þeir endurskoðunarstaðlar sem notaðir voru“ í 2. tölul. 1. efnismgr. komi: þær endurskoðunarreglur sem notaðar voru.
     13.      Við 70. gr. Við bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi: 1. mgr. 89. gr. laganna orðast svo:
                  Ráðherra getur sett reglugerð um framkvæmd laga þessara, þar á meðal um alþjóðlega reikningsskilastaðla sem samþykktir hafa verið skv. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 frá 19. júlí 2002 og um uppsetningu ársreikninga og samstæðureikninga, óstyttra og samandreginna, svo og um skil á þeim og birtingu þeirra hjá ársreikningaskrá.