Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 734. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1336  —  734. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Birgissonar um skuldbindingar sveitarfélaga vegna einkaframkvæmda.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hverjar voru skuldbindingar sveitarfélaga vegna einkaframkvæmda (eignar- eða rekstrarleigu) á núvirði um síðustu áramót, sundurliðað eftir sveitarfélögum?

    Samkvæmt reglugerð nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, með síðari breytingum, ber sveitarfélögum að senda ársreikninga sína til félagsmálaráðuneytisins og Hagstofu Íslands strax að lokinni samþykkt þeirra, en þó eigi síðar en 15. júní ár hvert. Ársreikningar 2004 hafa ekki enn borist ráðuneytinu og því var ekki unnt að taka saman upplýsingar um skuldbindingar sveitarfélaga vegna einkaframkvæmda um síðustu áramót. Upplýsingar í eftirfarandi töflu eru því úr ársreikningum 2003 og eru á verðlagi marsmánaðar 2005. Í töflunni koma fram upplýsingar, sundurliðaðar eftir sveitarfélögum, um skuldbindingar sveitarfélaga vegna einkaframkvæmda.

Skuldbindingar vegna eigna- eða rekstrarleigusamninga.

Svfnr. Nafn
Þús. kr.

0 Reykjavíkurborg 2.817.083
1000 Kópavogsbær 53.235
1100 Seltjarnarnesbær 1.995
1400 Hafnarfjarðarbær 3.499.405
1604 Mosfellsbær 0 1
2000 Reykjanesbær 4.200.214
2300 Grindavíkurbær 0 2
3000 Akraneskaupstaður 24.255
5200 Sveitarfélagið Skagafjörður 9.975
5609 Höfðahreppur 735
7502 Vopnafjarðarhreppur 12.390
8716 Hveragerðisbær 0 3
Samtals 10.619.287
1. Sveitarfélagið hefur gert samning um leigu á húsnæði fyrir tónlistarskóla til ársins 2015, núvirði samningsgreiðslna kemur ekki fram í ársreikningi 2003 en á árinu 2003 voru greiddar um 7,9 millj. kr. samkvæmt samningnum.
2. Sveitarfélagið hefur gert samning um leigu á húsnæði fyrir leikskóla sem gildir út árið 2029, núvirði samningsgreiðslna kemur ekki fram í ársreikningi 2003 en á árinu 2003 voru greiddar um 6,8 millj. kr. samkvæmt. samningnum.     
3. Í ársreikningi sveitarfélagsins 2003 eru tíundaðar greiðslur vegna rekstrarleigusamninga af tækjum en ekki kemur fram hve há skuldbindingin er vegna þeirra.