Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði

Þriðjudaginn 14. febrúar 2006, kl. 17:26:43 (4928)


132. löggjafarþing — 66. fundur,  14. feb. 2006.

Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

520. mál
[17:26]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel í sjálfu sér að það sé ekki verið að stíga neitt það skref með þessu frumvarpi sem kallar á sérstakt eftirlit af hálfu Alþingis. En Alþingi hefur að sjálfsögðu öll tæki líka til að skoða þessi mál, kalla menn fyrir sig þegar verið er að fjalla um mál eins og þetta þegar það kemur til þingnefndar. Þá fá menn embættismenn og geta fengið yfirmenn lögreglunnar á sinn fund og spurt og fengið þau svör sem þeir menn geta gefið. Þannig að Alþingi hefur tæki til að fylgjast með almennum störfum lögreglunnar. Eins og ég sagði, þá er það ríkissaksóknari, dómstólarnir, dómsmálaráðherra og síðan þingið með því að fá menn á fundi þegar verið er að fjalla mál af þessum toga eins og við erum að ræða hér.