Breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar

Föstudaginn 02. júní 2006, kl. 13:21:10 (8578)


132. löggjafarþing — 120. fundur,  2. júní 2006.

breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar.

279. mál
[13:21]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það kom fram í máli hv. formanns allsherjarnefndar að hann væri andvígur því að dómarar hefðu heimild til að kveða á um að forsjá skuli vera sameiginleg hjá foreldrum. Mig langar að fá fram svolítið nánar hjá formanni allsherjarnefndar hvers vegna hann treystir ekki dómurum landsins fyrir þessari heimild.