Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Þriðjudaginn 29. nóvember 2005, kl. 18:00:53 (2504)


132. löggjafarþing — 32. fundur,  29. nóv. 2005.

Breyting á lagaákvæðum um lífeyrissjóði.

371. mál
[18:00]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er nú ekki með neina tölu um hvað þetta verður há upphæð þegar þar að kemur og þetta er allt komið til framkvæmda, þ.e. þessi 2% hækkun á skyldugreiðslum í lífeyrissjóð. Hins vegar er ekki rétt að tala um þetta sem kostnað atvinnulífsins vegna þessa frumvarps þar sem um þetta hefur þegar verið samið á almennum vinnumarkaði. Sjálfsagt er stofn til tekjuskatts á bilinu 350–400 milljarðar. Ég ætla ekki að fara nákvæmar út í það. Þá eru það væntanlega 2% af þeim stofni sem um er að ræða. Þá getur hv. þingmaður reiknað sjálfur. (Gripið fram í.)