Rafmagnsbilun

Fimmtudaginn 08. desember 2005, kl. 13:04:22 (2895)

132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Rafmagnsbilun.

[13:04]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Eins og hv. þingmönnum er kunnugt um var boðað til þingfundar í morgun kl. 10 árdegis samkvæmt dagskrá. Á 9. tímanum varð hins vegar straumrof í þinghúsinu en meðan varaafls naut við varð bilun í aðaltöflu fyrir rafkerfi þinghússins og Skálans þannig að ófært reyndist að setja þingfund á tilsettum tíma. Unnið hefur verið að bráðabirgðaviðgerð í morgun og standa nú vonir til þess að þinghald geti gengið eðlilega fyrir sig í dag. Ég bið hv. þingmenn um að sýna þolinmæði þótt einhver truflun verði.

Það er von forseta að þessi óvænta töf verði ekki til þess að raska áformum okkar um að ljúka þinghaldi samkvæmt starfsáætlun Alþingis — og að umræður verði ekki það rafmagnaðar að öllu slái út aftur.