Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 89. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 89  —  89. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um bifreiða-, ferða- og risnukostnað.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver var bifreiða-, ferða- og risnukostnaður ríkisins árin 2003 og 2004, sundurliðað eftir ráðuneytum og stofnunum, og hvaða breytingar hafa orðið milli þessara ára, sundurliðað á sama hátt?
     2.      Telur ráðherra að hægt væri að ná fram sparnaði, og þá hve miklum, í ofangreindum útgjöldum ríkisins, sundurliðað eftir bifreiða-, ferða og risnukostnaði, og hyggst ráðherra beita sér sérstaklega í því efni, t.d. með sérstakri sparnaðarkröfu á ráðuneyti og ríkisstofnanir?


Skriflegt svar óskast.