Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 93. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 93  —  93. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um samráðsvettvang stjórnvalda og samtaka aldraðra.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig hefur samráði verið háttað milli stjórnvalda og samtaka aldraðra á samráðsvettvangi þessara aðila sl. þrjú ár, eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá 19. nóvember 2002 þar sem áréttaður var vilji til samráðs um aðgerðir sem snúa að aðbúnaði og skipulagi öldrunarþjónustu og hækkun á greiðslum almannatrygginga?
     2.      Hve margir fundir hafa verið haldnir á þessum samráðsvettvangi frá 19. nóvember 2002? Hafa samtök aldraðra óskað eftir slíkum fundi? Ef svo er, hve oft? Hefur verið orðið við þeim óskum og hver voru viðfangsefni þeirra funda?
     3.      Hverjum af þeim tillögum að aðgerðum stjórnvalda til að bæta aðstæður og lífskjör aldraðra, sem undirritaðar voru 19. nóvember 2002 og koma áttu til framkvæmda á næstu 2–3 árum þar á eftir, hefur ekki verið hrundið í framkvæmd? Óskað er eftir sundurliðun á hverjum einstökum þætti í tillögunum sem ekki hefur komið til framkvæmda, skýringa á ástæðum þess og upplýsingum um hvers er að vænta í þeim efnum.


Skriflegt svar óskast.